2017 - Flugeldar og ađrar bombur

Styrkir til stjórnmálaflokka. Styrkir til trúfélaga. Styrkir til fjölmiđlunar. Styrkir til samgangna. Styrkir til landbúnađar og annarra atvinnugreina. Styrkir til húsbygginga. Styrkir til Styrkveitinga o.s.frv. o.s.frv. Allt má rökstyđja. Allt er pólitík. Allt er hćgri eđa vinstri stefna. Veit ekki hvar ţetta endar. Auđvitađ ţarf ađ skattleggja til ađ eiga fyrir öllum ţessum styrkjum. Auđćfum landsins ţarf ađ skipta sem réttlátast. Ekki dugir ađ ţeir ríku svíni endalaust á ţeim sem minna mega sín. Öfgastefnur eru hćttulegar. Miđjumođiđ er best.

En hverjir stunda mest miđjumođ. Ţađ er stóra spurningin. Kjósendur reyna ađ svara ţeirri spurningu á fjögurra ára fresti í svonefndum kosningum. Stjórnmálamenn hafa nćrfellt frjálst spil ţar á milli. Fjölmiđlarnir reyna kannski ađ ćsa fólk svolítiđ upp en tekst misjafnlega. Nú er almenningur orđinn leiđur á ađgerđarleysinu og vill ţjóđaratkvćđagreiđslur um allan fjárann. Enginn fjögurra ára friđur lengur. Forsetinn hrifsar til sín ţau völd sem hann getur og enginn segir múkk. Stjórnmálamenn reyna ađ ţagga niđur í almenningi međ svokölluđu hruni. En ţađ gerir fólk bara enn ruglađra og örvćntingarfyllra.

Lćt ţetta nćgja um stjórnmál á ţessum fallega föstudagsmorgni. Ađ vísu er ţoka hér í Kópavoginum en ćtli hún fari ekki ţegar líđur á daginn. Vonum ţađ a.m.k.  

Setti áđan fyrirspurn á orđhengilinn á fésbókinni og ekki stóđ á svarinu. Spurđi hvađ vćri ađ larpa. Um ţađ er rćtt í fyrirsögn á mbl.is og ţađ er víst myndađ útfrá ensku setningunni: Live action role playing. Mér finnst nú nóg ađ ţurfa ađ vita ađ forrit heiti öpp en ađ skammstafanasýkin úr amerísku enskunni sé orđin ađ íslensku ţađ finnst mér of langt gengiđ.

Margt er einkennilegt í heimi alfrćđiritanna. Britannica er alveg orđin úrelt. Wikipedia er einna heitust núna. Ţar er margt einkennilegt. Um daginn var skrifuđ á mbl.is fréttaskýring um umdeild mál á Wikipediu. Í undirbúningi er bók um ţađ mál. Uppkast ađ henni er ađ finna hér: http://arxiv.org/ftp/arxiv/papers/1305/1305.5566.pdf Sel ţetta ekki dýrara en ég keypti. Á alveg eftir ađ lesa ţetta. Finnst ţađ samt áhugavert.

Flugeldasala á Íslandi er stórskrýtin. Skátafélög, björgunarsveitir og íţróttafélög eiga ţennan markađ. A.m.k. man ég vel eftir ţví ađ Kaupfélögin og önnur slík gróđafélög vildu helst ekki koma nálćgt sprengjum og ţ.h. á sínum tíma. Ţó er heilmikla peninga uppúr ţessu ađ hafa. Hjá strákum á vissum aldri er sprengingahvötin nćstum ţví eins sterk og kynhvötin. Gömlu fólki og kvenfólki finnst ţetta skrýtiđ en svona er ţetta. Međan allur gróđinn af flugeldasölunni fer til björgunarsveitanna hafa sprengjuóđir karlmenn fyrirmyndarafsökun á reiđum höndum. Jafnvel öskureiđum. Ţeir eru bara ađ styrkja björgunarsveitirnar.

Einstaka menn viđurkenna sprengingahvötina. T.d. má ţar nefna leikarann Örn Árnason. Hann stofnađi (sennilega ásamt einhverjum öđrum) félag um ađ selja rakettur. Var hann ţá ađ stela frá björgunarsveitunum? Nei, ćtli hann hafi ekki bara veriđ ađ taka spón úr aski ţeirra fégráđugu einkaađila sem voru ađ reyna ađ rćna frá sveitunum ţeirra réttmćta gróđa.

Flugeldaverksmiđjur eru stórhćttulegar, enda eru Íslendingar löngu hćttir ađ framleiđa skotelda sjálfir. Kínverjar eru svo margir ađ ţeim má vel fórna í svona hćttulegan iđnađ. Í gamla daga sprengdi mađur kínverjana í tćtlur, kveikti á nokkrum blysum og skaut fáeinum rakettum (einni stórri) og hafđi ekki efni á meiru. Nú eyđa menn hiklaust jafnmiklu í flugeldatertur og jólagjafir.

Ók framhjá Kerinu í Grímsnesi um daginn. Sem betur fer ţarf ekki ađ borga sérstaklega fyrir ađ sjá bílastćđiđ. Held ađ ég hafi meira ađ segja séđ innheimtuskúrinn. Ađ sögn margra eru túristar ćstir í ađ borga sem mest fyrir ađ sjá ţetta náttúruundur. Einhverjir Íslendingar munu ţó vera á báđum áttum um réttmćti skúrsins. Held ađ túrhestatrakiđ á ferđamannastöđum sé svolítiđ orđum aukiđ. Vissulega er ólíkt ađ sjá hve margmennt er viđ ýmsa stađi sem áđur var fámennt á. Líst samt illa á skúramenninguna.

IMG 3518Bekkur.


mbl.is Handteiknar tölvuleik og larpar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband