1991 - Fréttaskýringar Evrópuvaktarinnar

Fréttaskýringar Evrópuvaktarinnar eru greinilega vinsælar hjá Moggablogginu. Þetta segi ég af því að ég var að skoða vinsældalistann þar. Kannski var ég að gera það vegna þess að mín blogg eru óvenju vinsæl núna.

Fólk virðist æsa sig óhemju mikið útaf pólitík þessa dagana. Mest auðvitað útaf undirskriftasöfnuninni og er það engin furða. Verst er að hún er túlkuð út og suður og sennilega túlkar Ólafur Ragnar Grímsson hana eins og honum sýnist réttast, endi málið hjá honum. Kannski er það bara best. A.m.k. er ástæðulaust að amast fyrirfram við túlkun hans.

Mín túlkun á þessari undirskriftasöfnun er einkum sú að „þjóðin“, sem er alveg (eða að mestu) óskilgreint hugtak, vilji hafa áhrif á stjórn landsins í stað þess að vera sífellt sett til hliðar. Ég sé ekki að þetta sé neinn „Lúkas“.

Þjóðin þekkir kannski ekki öll þau blæbrigði sem geta verið á málum, en virðist samt taka nokkurnvegin réttar ákvarðanir, a.m.k. er nauðsynlegt frá mínum bæjardyrum séð að sætta sig við þær. Núverandi ríkisstjórn og stuðingsmönnum hennar þarf ekki að koma neitt á óvart þó vinsældirnar séu ekki miklar.

Sum kvöldin sinni ég fésbókinni afar lítið, önnur kvöld meira eins og gengur. Hef samt áhyggjur af því að hún steli alltof miklum tíma frá manni, sem betur væri varið í eitthvað annað. Það er þetta „eitthvað annað“ sem hefur pólitískan undirtón, sem ég vil þó ekki fara nánar úti að þessu sinni.

Mér er ákaflega illa við að aðrir skuli telja sig geta ákveðið hvað ég þurfi að lesa. Samt virðast fáir hika við að setja orðið „skyldulesning“ við athyglisverðar greinar sem þeir rekast á. Mér finnst allt í lagi að mæla með greinum en þetta orð fælir mig fremur frá en hitt. Þó les ég stundum slíkar greinar. Mér finnst þetta sýna að menn skuli umgangast orð með varúð. Ég reyni að gera það. Hvernig mér tekst upp er annarra að dæma um.

Kannski er Snowden málinu lokið og kannski er það bara rétt að byrja. Mér finnst samlíking Ómars Ragnarssonar á því sem Stasi gerði og því sem Bandríska ríkisstjórnin er að gera núna alls ekki út í hött. Auðvitað eru aðferðirnar háðar því tæknistigi sem yfirvöld ráða yfir. Það er ágætt að segja að þetta auki öryggi manna og eflaust gerir það svo. Samt er þetta „Stóra Bróður legt“. (Þar er ég auðvitað að vísa í bókina frægu 1984) Munum að tjáningarfrelsið ER mikilvægt. Það er ekkert betra þó næstum allir sætti sig við skerðingu á því. 

IMG 3349Hjáleið.


mbl.is Snowden sagður ætla til Venesúela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Upplýsingar sem STASI safnaði eru smámunir

miðað við þær upplýsingar sem fólk lætur sjálfviljugt í té

á Fésbók og bloggum sínum

Grímur 24.6.2013 kl. 08:40

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mæli ekki STASI bót. Þeir notuðu mannafla og misnotuðu fólk oft gróflega.

Kannski voru upplýsingar þær sem þeir höfðu uppúr krafsinu ekkert endilega merkilegri en nú eru á sveimi um allt.

Sæmundur Bjarnason, 24.6.2013 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband