1948 - Er Sigmundur lærður?

Sennilega verður Már rekinn úr Seðlabankanum og Davíð endurreistur ef fer sem horfir. Ný helmingaskipastjórn mun hafa nóg að gera. Líklega verður að losa sig við sérstakan saksóknara líka. Og selja eða gefa það sem hægt er. T.d. Landsbankann. Þegar Al-Thani málið kemur fyrir hæstarétt uppúr miðri öldinni verða allir búnir að gleyma hvert upphaflega sakarefnið var. Einstaka maður mun samt kannast við að það tengist „svokölluðu“ hruni.

Það er svo einkennilegt að eftir því sem fleiri „inspirasjónir“ eru notaðar því auðveldara verður að nálgast nýjar. Þetta er eflaust ekki frumleg hugsun. Án þess að horft sé á æfinguna þá verður mun auðveldara að mála nýja mynd eftir því sem þeim fjölgar sem málaðar hafa verið. Hugmyndunum fækkar ekki eftir því sem af er tekið heldur vaxa tvö ný höfuð fyrir hvert sem tekið er. Þetta má heimfæra á margt óefnislegt. Efniskenndir hlutir eru takmörkuð auðlind en andlegir ekki. Eftir því sem meira er notað af andlegu atgervi því meira er eftir.

Auðvitað væri hægt að hætta við komandi kosningar og láta skoðanakannanirnar nægja. En mundu allir sætta sig við það? Margar krónur mundu sparast. Ekki væri hægt að láta hvaða fyrirtæki sem er sjá um skoðanakönnun sem kæmi í stað kosninga. Leyfi til slíks mætti selja á háu verði. Það er aumt kapitalistaríki sem ekki getur einkavætt kosningar. Þetta ættum við Íslendingar að athuga og skjóta með því mörgum ref fyrir rass. Jafnvel Guðs eigin landi. Ég er að hugsa um að taka einkaleyfi á þessari hugmynd. Það hlýtur að vera hægt. Annars sel ég hana bara á útsölu, eða skottsölu.

Er Sigmundur lærður eða ekki lærður? Það er stóra spurningin. Eitthvað hefur verið reynt að kenna honum, en ekki hefur hann tekið eins mikið af prófum og sumir halda. Er hann hagfræðingur, skipulagsfræðingur eða kannski bara hjúkrunarfræðingur? Það veit enginn og fær enginn að vita. Kannski er hann framsóknarfræðingur, kosningafræðingur eða loforðafræðingur. Ætli við fáum að vita það eftir kosningarnar? Segi bara svona. Sagt er að hann hafi a.m.k. komið til Oxford.

Gunnar Hersveinn skrifar ágæta grein á Smuguna sem hann nefnir: Kaldar tær kjósenda: http://smugan.is/2013/04/kaldar-taer-kjosenda/ Hér er linkur á hana. Hann er þarna að tala um kosningarnar á laugardaginn kemur.

IMG 3016Fatlaðir bílar.


mbl.is Þjóðaratkvæði fer eftir tímasetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Hvað var Jónas Jónsson frá Hreyflu menntaður? en hann skrifaði mikið af kennsluefni.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 24.4.2013 kl. 13:13

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hriflu-Jónas var talsvert menntaður, bæði frá Danmörku og Englandi. Annars var ég ekki að skrifa um þetta til að gera sem mest úr formlegri menntun. Mér finnst bara skrýtið hve menn einblína á menntun Sigmundar Davíðs. Mér finnst hún ekki skipta mestu máli. Jafnvel þó hann hafi sjálfur gerst margsaga um hana.

Sæmundur Bjarnason, 25.4.2013 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband