1921 - Íris Erlingsdóttir

Nú er ég búinn að finna aðferðina. Gá hvaða frétt er nýjust á mbl.is og skrifa smáklausu um það mál og linka síðan í fréttina. Kannski enda ég með að verða eins vinsæll og Páll Vilhjálmsson. Er ég þá kannski kominn í vinnu hjá Davíð frænda?  Hugsanlega get ég farið að kalla mig ofurbloggara. Hver veit nema ég fari bráðum að setja aðsóknartölurnar út fyrir ramma. Það er eiginlega það eina sem ég kann almennilega á varðandi stjórnborðið. Er alltaf hálfhræddur við að breyta nokkru þar.

Fyrst þegar ég sá ( þónokkru fyrir aldamót - í kvikmynd – minnir mig) að Norður-Kóreumenn voru orðnir aðalóvinir Bandaríkjanna fannst mér það fyndið. Það voru þeir gerðir þrátt fyrir að vera algerir ómerkingar á heimsvísu. Kveikjan að allsherjar kjarnorkustríði er samt ekkert fyndin. Ekki er þó víst að allt sé satt og rétt sem sagt er um Norður-Kóreu á Vesturlöndum. Tortíming mannkyns getur orðið með margskonar hætti. Trúlegt er samt að hún verði einhverntíma. Hef enga trú á að Kínverjar leyfi Norður-Kóreumönnum að ganga of langt hernaðarlega. Áhrif Kínverja á gang heimsmála eru að aukast og munu gera það enn frekar í framtíðinni. Sú framtíð er þó talsvert undan og eiginlega er sú spurning hvort núverandi stjórnarfar þar geti haldist til langframa langmerkilegasta spurningin í heimspólitíkinni.

Lífið er orðið of hættulaust. Gallinn er sá að það er ekkert hættulegt að lifa lengur. Þessvegna er það sem fimmtugir kallar finna uppá því að ganga á Everest. Það er ekki nógu hættulegt að tóra bara. Annars öfunda ég þá. Skil bara ekki hvernig þeir hafa efni á þessu. Þetta er alveg rándýrt sport. Það er hægt að halda kostnaðinum niðri ef maður fer aldrei hærra en Helgafell við Hafnarfjörð, en maður fer ekki á Everest nema með dýrasta og fínasta útbúnað í farteskinu.

Íris Erlingsdóttir skrifar grein um Sigmund Davíð í DV sem hún kallar „Rukkum Sigmund um Icesave kostnaðinn“, http://www.dv.is/blogg/iris-erlingsdottir/2013/3/26/rukkum-igmund-um-iceave-kostnadinn/ og vandar honum ekki kveðjurnar þar. Mér finnst hún taka fullmikið uppí sig í þessari grein, en hún er samt athyglisverð. Á sínum tíma var ég fylgjandi því að samið yrði um Icesave. Einkum fannst mér og finnst enn að það að fara með málið fyrir dómstól ESA hafi borið vitni um happdrættishugarfar Íslendinga. Ég batt samt vonir við að ekki yrði mikið deilt um úrslit þess máls eftirá. Að því leyti til finnst mér grein Írisar ómálefnaleg.

Er samt sammála henni um það að Sigmundur sé óttalegur „lukkuriddari“ og fylgi Framsóknar sé að stórum hluta til byggt á Icesave-misskilningi. Það er samt ekkert verra en annnað fylgi. Það að finnast fylgi annarra flokka byggjast á fávisku er merki um þann veikleika sem fylgir íslensku flokkakerfi. Það hefur átt alltof auðvelt með að tryggja sig í sessi. Raunverulega hafa önnur öfl enga möguleika. Fjórflokkurinn hefur allsstaðar hreiðrað um sig. Kannski mun hann samt fá einhverja ráðningu í næstu þingkosningum og hugsanlegt er að hann bæti ráð sitt eitthvað. Sú ráðning mun samt ekki verða umtalsverð því eins og venjulega kemur andstæðingum kerfisins illa saman.

IMG 2879Reitir.


mbl.is Hótar að ráðast á Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað hefur þetta raus með þessa frétt að gera ?

Eða klikkaðirðu á vitlausa frétt ?

Birgir Gudjonsson 26.3.2013 kl. 14:06

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Lestu rausið aðeins betur. Ég skrifaði m.a. um Norður-Kóreu og linkaði viljandi í frétt um það land.

Sæmundur Bjarnason, 26.3.2013 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband