1902 - Meira um stjórnarskrána

Já, ég er hlynntur nýrri stjórnarskrá, þó ég viti ekki nákvæmlega og út í hörgul hvernig hún er. Það er að vísu illskiljanlegt hve lengi hún var hjá þeirri nefnd á alþingi sem fjallaði um hana áður en hún var lögð fram á alþingi. Það og athugasemdir hæstaréttar við upphaflegu kosningarnar er það eina sem hægt er að setja útá varðandi málsmeðferðina. Auðvitað eru svo einstök ákvæði í henni sem ég er ekkert sérlega sáttur við, en við því er ekkert að gera. Aldrei verður gert svo öllum líki.

Mér finnst með öllu ástæðulaust að ég tíni til öll jákvæðu atriðin varðandi gerð stjórnarskrárinnar því þau eru svo mörg. Ekki finnst mér heldur ástæða til að tína til öll þau atriði sem athugaverð eru við þá gömlu. Það er hægt að halda því fram að hún hafi enst okkur bærilega og ekki sé hægt að benda á einstök atriði í henni sem hafi beinlínis valdið Hruninu. Gömul og gölluð er hún þó, því verður alls ekki á móti mælt.

Valdið til breytinga á henni er eitt mikilvægasta ákvæðið í henni. Hingað til hefur alþingi eitt haft þennan rétt og breytt henni oft, en einkum í eigin þágu. Þjóðin hefur aðeins komið óbeint að því máli. Tækifærið til að fá alþingi til að fallast á að deila þessum rétti með þjóðinni er einmitt núna. Takist það ekki er óvíst að það tækifæri komi aftur í bráð.

Tillaga Árna Páls og félaga fjallar um að hætta við að reyna þetta. Sú tillaga hlýtur að vera sprottin af ótta við væntanleg kosningaúrslit og stjórnarmyndun eftir þær kosningar. Satt að segja er stjórnarskráin mikilvægari en öll kosningaúrslit og einstakir þingmenn.

IMG 2715Ástu Sólliljugata (sjá skilti).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband