1809 - Palestína

Fór á mótmælafundinn á Laufásveginum. Auðvitað er útlátalítið að vera á móti stríðsátökum. Hverjir eru það ekki? Fannst lélegt hjá innanríkisráðherra, sem lét svo lítið að ávarpa fundinn, að enda ræðu sína á ensku. Sífellt minnkar álit mitt á Ömma. Einu sinni þóttist hann ekki einu sinni vera Vinstri grænn. Í auglýsingaskyni hefði nægt að mæta á fundinn eins og Steingrímur J. Sigfússon gerði. Nokkur fjöldi óbreyttra þingmanna gerði það einnig. Lögreglumenn voru þar og í úrvali. Fundarsókn var líklega betri en fundarboðendur gerðu ráð fyrir.

Meira hef ég eiginlega ekki um fundinn að segja. Hann var ekki sérlega merkilegur. Kannski fylgir honum samt eitthvað. Við Íslendingar eigum enn eftir að þvo af okkur skömmina fyrir þátt okkar í stofnun Ísraelsríkis. Það var kalt þarna. Á laugardagsfundunum á Austurvelli um árið var líka kalt. Einhvern vegin hafði það samt minni áhrif. Tunglið við enda götunnar mældi tímann sem fór í þetta. Hann var fulllangur E.t.v. er hægt að gera jöfnu þar sem hitastigið er látið ráða heppilegri lengd funda. Mesta athygli mína vakti girðingin í kringum sendiráðið hana hafði ég ekki séð áður. Öll ljós í sendiráðinu voru vandlega slökkt. Hvernig er hægt að slökkva ljós vandlega?

Tók einu sinni þátt í mótmælum við sendiráð Rússa í Garðastræði. Það var fjörugra en þetta. Enda í ágúst ef ég man rétt. Nenni ekki að tékka.

IMG 1881Gestaþraut?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sammála þér að Ögmundur er froðusnakkur. Ef Össuri, Steingrími og Ögmundi er einhver alvara í gasprinu þá kalla þeir sendiherrann til sín og koma þannig formlega mótmælum á framfæri.  Svona fundir og mótmæli eru bara til heimabrúks. Og fyrst og fremst til þess ætlaðir, að friða samvisku ofalinna neyslusinna sem vita ekki hvað eymd er.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.11.2012 kl. 13:32

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Gestaþraut? Er þetta ekki silfursjóður að austan?

Hvaða þátt átti Ísland annars í stofnun Ísraelsríkis? Veistu eitthvað meira en ég?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.11.2012 kl. 16:03

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Villi minn, af hverju ertu að lesa bloggið mitt, en vilt samt ekki vera bloggvinur minn, hvorki undir Fornleifs nafninu eða þínu rétta?

Fulltrúi Íslands átti sæti í nefnd þeirri á vegum Sameinuðu Þjóðanna sem tryggði samþykki þeirra við stofnun Ísraelsríkis. Thorsarinn sem þar var hreykti sér a.m.k. af því að hafa ráðið úrslitum þar. Ben-Gurion sjálfur kom líka hingað í heimsókn og ég man vel eftir honum.

Sæmundur Bjarnason, 21.11.2012 kl. 10:18

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sammála þér Jóhannes um það, að fundur eins og á mánudaginn á Laufásveginum var aðallega til heimabrúks, en gæti sem slíkur haft áhrif á framhald aðgerða.

Kannski hefur Ísraelska stjórnin strax séð hvert stefndi og þessvegna hætt við frekari aðgerðir. Augljóslega hefur hún tapað áróðursstríðinu og stuðningur USA er henni mikilvægari en allt annað.

Sæmundur Bjarnason, 21.11.2012 kl. 10:28

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Athugasemdaritillinn tekur ekki mark á auka-línubilum eftir að ég fór að nota Chrome-vafrann.

En mér er sama. Þetta er bara til útskýringar.

Sæmundur Bjarnason, 21.11.2012 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband