1644 - Enn snúið á stjórnina

gunnarSveinn Guðmundsson og Gunnar Magnússon.

Einkennilegt er að ríkisstjórnin láti hvað eftir annað stjórnarandstöðuna snúa á sig. Sennilega kemur það ekki mikið að sök núna, en illa hefði getað farið. Alþingi er greinilega á því að minnka tiltrúna til sín þar til hún verður engin. Líklega tekst það. Verða forsetakosningarnar í sumar þá þýðingarmeiri en næstu alþingiskosningar? Ekki endilega. Að nafninu til þarf ríkisstjórn að styðjast við meirihluta alþingis og um það munu næstu alþingiskosningar snúast. Hvort þær muni snúast um eitthvað annað jafnframt verður framtíðin að skera úr um. Sú var hugmynd margra að kosningarnar mundu einkum snúast um aðild að ESB, en ekki er að sjá að svo verði. Sú aðild er nánast orðin aukaatriði. Hvað gera skuli við alþingi sjálft er málið.

Álíka klausu og hér er fyrir ofan setti ég á fésbókarstatusinn minn í morgun (miðvikudag) en líklega hefur hún skrunað hratt framhjá flestum og er þar auki sennilega alls ekki eins merkileg og mér finnst hún vera. Þessvegna set ég hana hérna líka svona til öryggis. Sé á dagatalinu mínu vinstra megin á blogginu að ég hef dregið talsvert úr bullinu undanfarið. Er þó alls ekki hættur.

Ragnheiður Elín framleiðir vinstrimenn. (Mogginn líka) Þingmenn Ragnheiðar flokks haga sér afar heimskulega þessa dagana. Jafnvel framsóknarmenn eru skynsamari, en þó ekki Vigdís Hauksdóttir. Sýnist að forsetakosningarnar í sumar muni einkum snúast um að koma ÓRG frá völdum. Hvað annað verður kosið um er ekki ljóst á þessari stundu. Kannski ekkert.

Sá er gallinn á meiningunni í efstu klausunni hér, sé ég núna, að kannski er stjórninni meira í mun að koma kvótafrumvarpinu í gegn en stjórnarskrármálinu. Þó hefði ég ekki haldið svo vera.

IMG 8114Eldiviður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband