1636 - Rafbækur

Scan17Gamla myndin.
Kristín Þóra Harðardóttir og Bjarni Sæmundsson.

Nú er ég semsagt að hugsa um að skrifa svolítið um rafbækur.

Sé farið á google.com og leitarvélin látin leita að rafbókum (rafbækur) kemur ýmislegt í ljós. Alls næstum ein og hálf milljón niðurstaðna en við skulum til að byrja með aðeins skoða efstu niðurstöðurnar.

Efst er forlagið.is. Því miður er ekki hægt að segja að það sé spennandi. Þar virðast menn enn halda að rafbækur eigi að vera a.m.k. jafndýrar pappírsbókum svo við þurfum ekki að staldra lengi við þar.

Næst er getið um eitthvað sem heitir e-bok.is. Við þangað. Þar er ekki mikið að finna og rafbækur heldur dýrar. Höldum áfram.

Það þýðir ekki mikið að rekja sig áfram eftir google niðurstöðum. Sennilega er bara best að fara beint á rafbókavefinn hans Óla Gneista. (gæta þess bara að skrifa rafbokavefur en ekki rafbokavefurinn http://rafbokavefur.is/ Óli Gneisti Sóleyjarson fékk leyfi hjá mér til að setja á vefinn sinn efni af Netútgáfunni og stefnir hann held ég á að gera vefinn sinn að allsherjar upplýsingavef um rafbækur. Best að setja vefinn hans í feivorít. Drífa í því.

Ég hef prófað að fara beint á rafbókavefinn af Kindle fire spjaldtölvunni minni og það gengur ágætlega. Get samt ekki dánlódað neinu. Athuga það.

Hef reynt að sækja bókina „Klækir“ sem bæði er að finna á rafbókavefnum og á Emma.is http://www.emma.is/ og kostar ekki neitt. Ekki hefur mér samt tekist að ná henni með Kindle fire tölvunni minni.

Býst við athugasemdum útaf þessari færslu. Það þýðir lítið að vera að koma fyrir rafbókum á internetinu ef ekki er hægt að nálgast þær þar.

IMG 8057Stundum byrja (eða enda) fyrirtaks gangstígar alveg óforvarendis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sæmi.

Ég er bara með Thosiba vél (tölvu) sem fer ákaflega illa í rúmi. Greinilega langt á eftir öðrum í tækninni.
Finnst furðulegt að þú skulir ekki geta downloadað með spjaldinu þínu. Hefur þú prófað tölvu til samanburðar?

Kveðja,

Guðmundur H Bjarnason 16.3.2012 kl. 22:59

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nei ég hef ekki prófað það. Nenni því ekki. Hingað til hefur það samt alveg gengið. Hef nóg að lesa með því að ná í ókeypis bækur hjá Amazon með spjaldtölvunni.

Sæmundur Bjarnason, 17.3.2012 kl. 02:27

3 identicon

Sæll Sæmundur.

Til þess að lesa bækur frá öðrum en Amazon á kindle fire þarftu að setja þær  sjálfur inn á kindilinn gegnum usb eða á annan hátt. Bækurnar koma hinsvegar ekki undir books heldur documents. Þetta er leið Amazon til þess að halda "utanaðkomand" bókum aðskildum. Ef þú er búinn að flytja bókina KLÆKIR á Mobi inn á kindilinn ættirðu að finna hana undir documents.

Endilega vertu í sambandi ef þú lendir í vandræðum.

Óskar Þór 18.3.2012 kl. 20:56

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Óskar.

Skil þetta vel. Prófa að flytja þetta svona á næstunni. Hef einmitt ekki náð henni með Kindle fire tölvunni. Skrifa líklega um þetta bráðlega. Hef áreiðanlega samband fljótlega. Er með svo mikið af bókum á Kindle tölvunni núna að ég þarf að fækka þeim eitthvað.

Sæmundur Bjarnason, 18.3.2012 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband