1539 - Allt er leiðinlegt

Scan74Gamla myndin.
Bjarni á Stakkhamri.

Allt verður leiðinlegt með tímanum. Það lítur svakalega flott út að geta verið að flakka á netinu eins mikið og maður vill. Hafa þar að auki ótakmarkaðan tíma. En það verður leiðinlegt fljótlega. Alveg eins og það verður leiðinlegt að lesa bækur ef maður hefur aðgang að öllum þeim bókum sem manni getur dottið í hug að lesa. Eða geti horft á kvikmyndir allan liðlangan daginn bara ef maður nennir að kveikja á flakkaranum.

Það er líka hundleiðinlegt að vera sífellt að þessu bloggstandi. Þykjast vera rosalega jákvæður en vera það í rauninni ekki. Vera búinn að mála sig úti horn með því að vera sígjammandi um allan fjandann. Setja upp blogg á hverjum degi, sem afar fáir nenna að lesa. Kannski opna sumir það samt af einhverri skyldurækni, kommenta jafnvel ef þeir hafa ekkert þarfara að gera.

Samt finnst mér bloggið ekki vera alveg eins mikil ruslafata og fésbókin. Margir virðast vilja geyma myndirnar sínar þar og þurfa þá ekki að vera að hafa áhyggjur af þeim framar. Eðli netsins er einmitt þetta: Maður skoðar það sem manni sýnist þegar manni sýnist en ekki þegar einhverjum öðrum sýnist. Torskilið? Ekki finnst mér það.

pepperÞessi mynd er á margan hátt ágæt. Ein mynd getur sagt meira en þúsund orð. Auðvitað er hún stolin. Fann hana einhvers staðar á netinu. Er búinn að gleyma hvar. En er þetta ekki dæmigert? Svona eru mótmæli oftast. Þrír hópar sem taka þátt. Löggan, aktívistarnir og áhorfendurnir. Fjölmennasti hópurinn er auðvitað áhorfendurnir. Það einkennir nefnilega flesta að þeir vilja sjá sem mest en helst ekki taka þátt í neinu. Þessa þrískiptingu má víða sjá og heimfæra upp á margt.

Allt er þetta pólitík. Í kosningum snýst þetta svolítið við. Skyndilega geta áhorfendurnir farið að gera eitthvað. Þó ekki sé nema að setja kross á réttan stað. Áhorfendurnir geta annaðhvort haldið áfram í pólitíska leiðann sem þeir voru á leiðinni í eða farið að gera eitthvað. Veit ekki hvort verður ofaná hér á landi. Held samt að allt sé á leiðinni í gamla farið.

IMG 7136Undirgöng.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sammála því að ef ánægjan varir, vari hún ekki lengi. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.11.2011 kl. 20:28

2 identicon

Vil bara leiðrétta eitt (í min hundleiðilegt íslensku) með myndin frá Háskoli í Kaliforniu. Mér skillast að það var stor hringurinn af nemendi/protestors i storan sveiði að varðveita nokkrum tjaldir. Myndin er bara að sýna smá deild af þessi hringinn. Semsagt, þar var mikið mera mótmælandir en áhofandir.

Elisabeth Ward 20.11.2011 kl. 22:41

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, Elisabeth myndin er eflaust frá Kaliforníu. Áhorfendurnir á myndinni eru margir og mun fleiri en mótmælendurnir. Áhorfendur eru líka, í vissum skilningi, allir sem sjá þessar myndir. Þær eru sláandi. Sagt var frá þessu í sjónvarpsfréttum í kvöld. Ofsi lögreglunnar í málinu virðist óþarfur. Occupy-hreyfingin sækir í sig veðrið með myndum af þessu tagi.

Sæmundur Bjarnason, 21.11.2011 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband