1507 - Af hverju er ég að þessu bloggi?

d2Gamla myndin.
Ekki veit ég hvar þessi mynd er tekin, en þetta eru greinilega Bjarni og Benni á rugguhestum (kannski í Tivolíinu sem eitt sinn var í Hveragerði)

Mikið rosalega er ég duglegur við að blogga. Svona miðað við flesta aðra held ég. Hvað er það sem fær menn eins og mig til blogga svona upp um alla veggi? Von um frægð? Það að uppskera aðdáun nokkurra á hvað ég er flinkur að skrifa? Breyta heiminum? Taka þátt í vinsælasta samskiptaleik veraldarinnar sem kallaður er „Samskipti á netinu.“? Æfa mig að skrifa? En fyrir hvað? Vonast til að ættingarnir og kannski fleiri leiti til mín ef skrifa þarf eitthvað merkilegt? Já, allt þetta og fleira til sem ég á erfitt með að koma orðum að.

Ekki er langt síðan fjallgöngur og hverskyns gönguferðir voru líf mitt og yndi. Ekki er gott að maðurinn sé einn, svo á ferðum mínum hef ég oftast verið með allstórum hópum. Stundum líka bróður mínum, stundum krökkunum mínum. Það eru reyndar nokkur ár síðan ég reyndi svona nokkuð síðast, en kannski er tíminn að verða réttur aftur. Heyrði um einn í gær sem hljóp maraþonhlaup hundrað ára gamall. Auðvitað var hann ekkert fljótur að því. Ekki hefur mér farið fram með árunum og ekki er víst að fjallgöngur séu enn mitt meðfæri. Gönguferðir get ég þó stundað.

Það er undarleg rulla
þetta jarðlífi.
Annahvort drulla
eða harðlífi.

Segi bara svona. Ekki orti ég þetta. Nokkuð vel sagt samt. Þegar mannkynið kemst í samband við vitiborið líf annars staðar í alheiminum mun allt breytast. Ekki geri ég þó ráð fyrir að lifa það. Einhverntíma verður það samt. Enginn vafi er á því. Það er tímafaktorinn og fjarlægðirnar sem skapa mestu vandræðin. Samkvæmt nýjustu fréttum er ekki víst að ljóshraðinn sé mesti hraði sem efnislegar agnir geti hreyfst á. Þar með riðar afstæðiskenningin til falls, enda er hún orðin ansi gömul og götótt.

Ekki fellur mér vel við stefnu útvarps Sögu. Heldur ekki stefnu sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN. Eitthvað hlusta ég samt og horfi á báðar þessar stöðvar. Einkum er það vegna þess að það er ókeypis. Ef vinstri menn hafa ekki döngun í sér til að til að komast í loftið mun ég halda því eitthvað áfram. Þarna er framtíðin. Hún er ekki eingöngu á netinu og hún er ekki eingöngu í því fólgin að koma frá sér sæmilega vönduðum texta. Nei, það þarf að nota allt sem fáanlegt er. Auðvitað er erfitt að reka útvarps- og sjónvarpsstöðvar, en nauðsynlegt er það samt og sífellt að verða ódýrara og einfaldara, a.m.k tæknilega séð.

IMG 6895Leirfinnur á Þingvöllum. Var á sýningu í Listasafni Árnessýslu í Hveragerði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta hlýtur að vera ástríða hjá þér, eins og að nenna að bíða eftir því að vinstri menn fari í loftið. Það yrði nú meira DDR-prumpið!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.10.2011 kl. 11:17

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hvað er DDR-prump? Prumpuðu þeir mikið hjá þýska alþýðulýðveldinu, eða hvað? Ég er ekkert viss um að vinstri menn yrðu verri í loftinu en hægri menn. Getur verið að þú hafir fordóma, Villi minn?

Sæmundur Bjarnason, 20.10.2011 kl. 13:27

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Manstu eftir Trabantinum og Wartburgnum, sem fórum með stjórnarskrá DDR í 2.3. og 4 gír. Prumpprumpprumprumptrabrabarbaprump.. og þegar stigið var á hemlana heyrði STASÍÍÍ - annar var maður tekinn fastur.

Vinstri menn á Íslandi búi í loftkastölum og eru allir á lofti, og mér sýnist Össur hafi látið Fúla á móti mælann á sér í fyrrakvöld, svo Össur telur sig geta opnað nokkra kafla fyrir áramót. Það þarf ekki vinstrifjölmiðla til að blása það mál upp. RÚV er með ESB-deild, líkt og RÚVið er með málaliða frá Hamas í vinnu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.10.2011 kl. 06:01

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

annars átti þetta að vera í þriðju línu en prumpið í 2. línu er rétt með farið.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.10.2011 kl. 06:01

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, Villi. Ég man eftir T og W. Man líka að iðnaðarvarningur frá Japan þótti lélegur. Það breyttist. Kunna Bandaríkjamenn ekki að smíða bíla, eða hvað?

Sæmundur Bjarnason, 21.10.2011 kl. 23:44

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég á Skoda með þýskri vél, og hann ryðgar minna en Skódi ljóti, ryðkláfurinn sem menn keyrðu í á Íslandi þegar draumurinn um Alþýðulýðveldið Ísland var í fullum gangi. Sá tími er liðinn með Jóhönnu flugfreyju.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.10.2011 kl. 09:31

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Við alhæfum báðir um vinstri og hægri en samt er það blessað miðjumoðið sem öllu reddar á endanum. Þú fjölyrðir mikið um bíla. Mér finnst þeir ekki vera neitt aðalatriði. Vinstrið á betur við á Íslandi í dag vegna þess að hægrið gekk of langt í sinni einsýni. Dæmið á eflaust eftir að snúast við.

Sæmundur Bjarnason, 22.10.2011 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband