1405 - Icesave og Teitur

011Gamla myndin.
Þetta er líklega gamla brúin á Gljúfurá í Borgarfirði.

Gera má ráð fyrir að Kínverjar verði áður en langt um líður voldugri en Bandaríkjamenn eru nú. Búast má við að fiskveiðar leggist af með tímanum og eldisfiskur taki við. Hitastig á jörðinni mun hækka. Jarðefnaeldsneyti mun klárast. Samband mun nást við vitibornar verur utan Jarðarinnar. Geimferðir munu verða stundaðar af einkaaðilum. Hægt verður að búa til lifandi verur í vélum. O.s.frv, o.s.frv.

Þó líklegt sé að allt þetta muni gerast er mjög erfitt að segja til um eftir hve langan tíma þetta muni verða. Þannig er því varið með flesta sennilega spádóma. Þeir rætast kannski en ýmislegt kann að valda því að mál dragist. Slíkt er eðli mannkynsins. Þeir sem telja sig hafa höndlað sannleikann hugsa oft lítið um leiðina að honum. En er það ekki einmitt hún sem mestu máli skiptir? Kommúnisminn er kannski falleg kenning og allt það, en leiðin þangað reyndist afar grýtt og aðferðin við að koma honum á hefur eflaust verið röng.

Um hvað snerist Icesave-deilan í innsta eðli sínu? Ég var einn þeirra sem studdi samningaleiðina svokölluðu og tapaði eftirminnilega í þjóðaratkvæðagreiðslunni um það mál. Eftirá finnst mér merkilegt hve litlu púðri menn eyða í eftirhreytur þeirrar deilu. Ef til vill sannar það einmitt að þjóðaratkvæðagreiðslur eru af því góða. Þeir sem felldu þá samninga sem náðst höfðu voru einkum að segja „við borgum ekki“. Þeir sem samningana studdu og vildu semja um skuldina, töldu það eflaust hyggilegra því afleiðingarnar yrðu ekki góðar af því að fella hann. Að flestu leyti virðast þeir hafa haft rangt fyrir sér.

Auðvaldið er samt ekki af baki dottið. Það sem gerðist hér á Íslandi var bara eins og smáæfing fyrir það sem gerist núna í stærri löndum. Grikkland er á sömu leið og við Íslendingar vorum. Munu valdastofnanir peninganna bregðast harðar við þar en hér á landi? Veit ekki hvort þær þora að gera það. En sú bylting sem vel getur orðið ef almenningi og fjármálastofnunum lendir alvarlega saman og ríkisvaldið fer í felur kann að breyta þjóðskipulaginu varanlega.

Hvar kristallast þessi átök núna í íslensku stjórnmálalifi? Að mínum dómi í átökunum í Samfylkingunni og ríkisstjórninni. Hve sterk er vinstri sveiflan í raun sem varð í Hruninu? Hver verða andsvör auðvaldsins? Hver verða úrslitin í næstu þingkosningum? 

Líklega er Jónas Kristjánsson áhrifamikill. Hann er ofarlega á vinsældalista þeirra blogg-gáttarmanna og margir lesa það sem hann skrifar. Þó hann sé hættur sem ritstjóri hefur hann mjög gott vald á hinu skrifaða orði og leiðarar hans forðum daga þóttu afar vel skrifaðir og sannfærandi. Frama fékk hann ekki á stjórnmálasviðinu og sóttist kannski ekki eftir honum. Leiðarar DV nútildags eru stundum ágætir en stefna blaðsins að öðru leyti virðist afar tilviljanakennd. T.d. finnst mér ekki rétt af blaðinu að elta með þeim hætti sem þar er gert hverskyns hjátrú og hindurvitni. Oft er líka gert of mikið úr bágindum fólks en því er ekki að leyna að áhrif fjármálavaldsins á blaðið eru fjarskalega lítil.

Svo er það hann Teitur. ( http://www.dv.is/blogg/eimreidin ) Hann heldur áfram að berjast við Gunnlaug Sigmundsson og lætur hvergi deigan síga. Fyrir mér er Gunnlaugur að verða ímynd yfirgangsins og áhrifanna sem peningaöflin hafa haft (og hafa kannski enn) á stjórnmálaflokkana. Kannski sér hann eftir því að hafa reitt Teit til reiði en ég vorkenni honum ekki. Til hvers í fjandanum var hann að kæra Teit fyrir meiðyrði?

Fyrir skákunnendur. Því er oft haldið fram að ekki sé spennandi að horfa á skák. Þetta myndband á youtube afsannar þá kenningu með öllu. http://www.youtube.com/watch?v=7Ix69sCFahw&feature=youtu.be  Sleppið því alls ekki að hlusta á lýsinguna. Hún er frábær. Líka er hægt að fara á skákhornið hér til hliðar og þaðan á það sem skrifað er um „mát í einum“. Ef þið hafið aftur á móti engan áhuga á skák þá skuluð þið bara sleppa þessu.

IMG 5868Minnisvarði um Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoða með meiru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

?a[ st'o[ ekki 'a /v'i .

Fyrirgefið. En ég ætlaði að skrifa: Það stóð ekki á því. Búið að skemma undirstöðuna þarna á minnisvarðanum.
Bara lenska og við verðum að sætta okkur við það. Eða hvað?

Þakka þér annars góð skrif Sæmi. Ég reyni að lesa þetta oftast nær.

Kveðja, 

Guðmundur Bjarnason 28.6.2011 kl. 05:21

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Guðmundur, ég held að minnisvarðinn eigi að vera svona. Þetta leit alls ekki út eins og skemmdarverk þó ég sjái núna að myndin er svoleiðis tekin að þetta lítur þannig út. Mér fannst einmitt fallegt að hafa Lúpínuna með á myndinni. Hún stendur stutt.

Sæmundur Bjarnason, 28.6.2011 kl. 08:03

3 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Það er ekki allt komið fram varðandi Icesave málið, því er ekki lokið. Ragnar Hall sagði að við gætum orðið fyrir miklum skelli fari þetta fyrir dóm. En með því að semja hefðum við lokið málinu og peningarnir hefðu komið úr bankanum, því nú er sagt að 99% sé komið upp í forgangskröfur og talan er alltaf að hækka.

Sveinn R. Pálsson, 28.6.2011 kl. 08:27

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

alveg prýðilegur pistill í dag Sæmi.. eða sæmilegur pistill :)

Gunnlaugur mun ekki vinna neitt með þessum málaferlum nema skömm.. hann mun einnig skemma fyri syni sínum og framsókn í leiðinni.. sme er svo sem allt í lagi.. það er ekkiséns að hann vinni þetta mál ef dómararnir eru með fulle fem.

Æseif er smámál viðhliðina á seðlabanka dabba sóðaríinu.. en allt leysist þetta að lokum.. spurning hvort það sverði bara ekki of seint.. þjóðinni blæðir út á hverjum degi með brottflutningi menntaðs og reynsluríks fólks..

Óskar Þorkelsson, 28.6.2011 kl. 09:15

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nokkrar innsláttar villur þarna að venju ;)

Óskar Þorkelsson, 28.6.2011 kl. 09:15

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sannur Íslendingur. Ef og hefði dugar ekki alltaf. Úr því sem komið er verður að reyna að gera gott úr þessu. Það gera flestir og það hefur e.t.v. áhrif á niðurstöðuna. Þannig sannar þjóðaratkvæðagreiðslan e.t.v. best gildi sitt.

Takk, Óskar. Áhugavert að fylgjast með hvernig nýja Kögunarmálinu lýkur. Hef ekki trú á að Teitur gefi sig.

Sæmundur Bjarnason, 28.6.2011 kl. 11:08

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég leyfi mér að fulyrða það að Teitur og Jónas séu mestu ritsóðar og rógberar þjóðarinnar.

Axel Þór Kolbeinsson, 30.6.2011 kl. 12:51

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

maður veit alalvega hvar þú stendur í siðferðinu Axel

Óskar Þorkelsson, 30.6.2011 kl. 16:48

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ósköp ertu aftarlega á merinni með þessa speki þína, Axel. En það gerir ekkert til mín vegna þó aðrir sjái þetta ekki. Hvar staðseturðu þá Gunnlaug M. Sigmundsson? Ég viðurkenni alveg að það er kjaftur á þeim fóstbræðrum en verður Gunnlaugur og peningarnir hans eittvað betri við það? 

Sæmundur Bjarnason, 30.6.2011 kl. 21:28

10 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég hef ekkert fylgst með undanfarið og veit því ekkert um það mál.  Ég fullyrði þetta vegna eigin reynslu.

Axel Þór Kolbeinsson, 30.6.2011 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband