1313 - Andrés Önd og Icesave

Þetta blogg er númer 1313 og það hefði einhverntíma verið álitið ógott. Svo var einu sinni til bakteríudrepandi handsápa með þessu nafni og það þótti ágætur brandari að spyrja menn hvort þeir virkilega þyrðu að nota þessa sápu.

Í sambandi við þetta númer man ég líka að bíllinn hans Andrésar Andar er númer 313. Líka var bíllinn hans Skúla pabba hans Sigurjóns Skúlasonar með þetta númer. X 313 held ég áreiðanlega. Sigurjón seldi mér glósubækurnar sínar og fleiri bækur sem hann hafði notað á Bifröst þegar ég hóf nám þar. Hann var semsagt einum bekk á undan mér.

En því skyldi ég vera að rifja eitthvað gamalt upp? Bara af því að það er gamalt, eða hvað? Bloggaraháttur er að andskotast útaf bankahruninu jafnvel þó nokkuð sé umliðið síðan það var. Skynsamlegast er samt að lifa sem mest í núinu og framtíðinni. Auðvitað eiga samt margir erfitt með það. Fjárhagsáhyggjur plaga marga. Allskyns aðrar áhyggjur einnig. Geðheilbrigðisins vegna er auðvitað betra að varpa áhyggjuklafanum af sér öðru hvoru. Nú virðist vera ágætt tækifæri til þess. Snjórinn að mestu farinn og frostið.

Icesave-andstæðingar hafa óvenju hátt núna og hrópa „Heimsyfirráð eða dauði", svona til tilbreytingar frá landráðatalinu. Ég get ekki að því gert en mér finnst nei-menn vera öfgafyllri en já-menn. Með því að segja já er ekki verið að liðsinna útrásarvíkingum, bönkum, skilanefndum og öðrum þeim sem bersýnilega stefna að því að gera allt sem líkast því sem hér var fyrir hrun til að geta svo haldið spillingunni og sjálftökunni áfram.

Allsekki. En til að geta haldið lífinu áfram og stuðla jafnvel að framförum er betra að lifa í sæmilegri sátt við nágranna sína en að vera í stöðugu stríði við þá. Þjóðerni skiptir litlu sem engu máli. Bretar og Hollendingar eru allsekki verri en aðrir. Stjórnir geta haft mismunandi mismunandi pólitíska stefnu en vilja yfirleitt vel. A.m.k. eigin löndum. Alltaf er hægt að finna eitthvað til að vera óánægður með.

Komst ekki á bloggið í gærkvöldi en nú virðist allt í lagi.

IMG 5024Gangnamunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það var til sápa með nafninu 1313

Óskar Þorkelsson, 29.3.2011 kl. 09:57

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, og það stóð á umbúðunum að hún væri bakteríudrepandi.

Sæmundur Bjarnason, 29.3.2011 kl. 13:24

3 identicon

Er ekki hægt að fá þessa sápu í dag? Nóg er af bakteríunum.

Annars vil ég segja að það er ekkert að því að segja Já, ef hfur með því einhverja stefnu.  Alveg eins, er í lagi að segja Nei, ef það er ekki einungis þrjóska.  En að stjórnir vilji "yfirleitt vel" er al rangt.  Maðurinn er og verður alltaf "skepna", í þeim skilningi að það er eigin hagur sem ræður.  Við skoðum allt frá "eigin sjónarhorni".  Og til að bæta gráu ofan í svart, þá getum við bætti við að "það eru til tvær gerðir af mönnum".  Önnur, skoðar þetta út frá eigin sjónarmiði og dæmir eftir eigin hag og telur sig gera öllum í hag og vera öðrum betri.  Hin, skoðar þetta út frá eigin sjónarhorni, og dæmir út frá eigini hag.  En gerir sér grein fyrir þessum anmarka, og lætur eftir svigrúm vegna mögulegra mistaka.

Bjarne Örn Hansen 29.3.2011 kl. 14:15

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

IceSave er komið í lögreglurannsókn í Bretlandi, þó fyrr hefði verið.

Aðeins í Bananalýðveldum gera ríkisstjórnir samninga um niðurstöður lögreglumála, á meðan þau eru enn í rannsókn.

Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl mun því verða jafn tilgagnslaus og síðast þegar betri niðurstaða lá þá þegar fyrir.

Núna er þetta jafnvel ennþá einfaldara: Við höldum áfram á dómstólaleiðinni sem við höfum verið á hingað til, þar til hinir seku hafa verið fundnir og þeim refsað.

Það þarf ekki að semja um það heldur bara fylgja lögum.

Hingað til hefur ekki þurft að rökstyðja löghlýðni.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.3.2011 kl. 15:21

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Bjarne af hverju er það alrangt að ríkisstjórnir vilji löndum sínum yfirleitt vel?

Sæmundur Bjarnason, 29.3.2011 kl. 17:24

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Guðmundur frá hvaða sjónarmiði tryggir lögreglusrannsókn "betri" niðurstöðu?

Sæmundur Bjarnason, 29.3.2011 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband