1186 - Stjórnlagaþing III

Stjórnlagaþing eða stjórnlagaþing ekki, það er spurningin. Flestir hafa eitthvað að segja um kosningafyrirkomulag og annað í sambandi við væntanlegt stjórnlagaþing. Það er ágætt. Finnst samt fáir vera alfarið á móti því og góðar óskir almennings eru því sannarlega mikilvægar.

Listi yfir nöfn frambjóðenda og tölur þær sem þeim hefur verið úthlutað er nú víða birtur. Kosningin verður eflaust nokkuð flókin og seinleg. Þó spái ég því að ekki muni margir kjósa 25 manns heldur öllu færri. Atkvæðið er samt illa nýtt ef mjög fáir eru kosnir. Kynna þarf allt fyrirkomulag kosningarinnar vel og ekki tel ég ástæðu til að óttast að framkvæmdin fari í handaskolum.

Talsvert verk er að lesa lista þann yfir sem birtur hefur verið og ráðlegt er að koma sér upp smálista yfir þá sem manni finnst koma til greina að kjósa. Það ætla ég að gera. Þann lista mun ég síðan nota þegar ég geri endanlegan lista yfir númer þeirra sem ég ætla að kjósa.

Jæja, nú er ég búinn að lesa listann yfir. Á honum eru þónokkuð margir sem ég kannast eitthvað við en gríðarlega marga vantar samt á listann. Við því er ekkert að gera. Á stuttlistanum mínum eru 19 nöfn. Væntanlega mun þeim fjölga eitthvað og svo er að skrifa hjá sér tölurnar. Beinn undirbúningur minn undir þessar afdrifaríku kosningar verður kannski ekki öllu meiri. Þó mun ég hugleiða málið ítarlega og kannski blogga talsvert um það. Sjáum til.

IMG 3560Könglar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband