1117 - Ólafur biskup

Því skyldi ég vera að þræta við lesendur mína í kommentakerfinu? Þeir hafa allir meira og minna rétt fyrir sér. Hvað sem hver segir skiptir trú fólk máli. Þrátt fyrir hrun og menningarnótt eru frásagnir um að biskup landsins hafi verið ótíndur kynferðisafbrotamaður það sem fær fólk til að skjálfa í dag. Geir Waage er líka á því að Drottinn sé skelfilegur og prestar allir séu fulltrúar hans. Svona öfgar hélt ég að hefðu dáið út með pápiskunni. Barnaníði er engin leið að mæla bót. Dóttir Ólafs segir ekki frá afbrotum hans af einhverri léttúð. Því er engin leið að trúa. Dómgirni getur það ekki heldur verið. Saga hennar nístir eflaust hjörtu trúaðra. Gott ef ekki er betra að vera trúlaus.

Samkvæmt fréttum í athugasemdakerfi mínu er Hólímóli Grefillinn sjálfur. Ætli hann sé ekki bara feginn að vera laus úr klóm Dabba og Co? Mér finnst það heiður að bæði DoctorE og Grefillinn skuli kommenta hjá mér. Trúmál eru merkileg. Heimspeki einnig. Stjórnmál reyndar líka. Þau eru samt svo síbreytileg að nauðsynlegt er að fylgjast vel með til að vera marktækur þar. Þessvegna eru þau svona leiðinleg. Visst frelsi að vera að mestu laus við þau.

Væntanlegt stjórnlagaþing er að verða mitt hjartans mál. Nauðsynlegt er að hafa eitthvað slíkt mál á heilanum og einbeita sér að því. Það er mikilvægara að huga að því hvernig stjórnskipun landsins verður næstu ár og áratugi en hvort tilteknir útrásarvíkingar sitja nokkrum dögum lengur eða skemur í gæsluvarðhaldi. Hinn sérstaki saksóknari þarf þó að fara að gera eitthvað fljótlega. Það eru allir að verða leiðir á honum. Þá á ég ekki við þá sem eru alltaf á móti öllu. Heldur venjulegt fólk sem er búið að bíða alltof lengi eftir því að byrjað verði að vinda ofanaf hruninu háa. Glæpirnir eru margir og honum mun hvort eð er ekki takast að fylgja þeim öllum eftir. Og hvar er Eva Joly? Held að hún sé búin að fá leið á okkur eins og fleiri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Usssss .... þú áttir ekki að segja frá þessu. Viltu að þeir loki á þennan aðgang minn líka?

Hólímólí 23.8.2010 kl. 14:57

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Áttu við að þeir lesi bara blogg en ekki athugasemdir. Ég skal vara mig. Annars gætirðu bara búið til nýtt dulnefni og gætt þess að láta mig ekki vita.

Sæmundur Bjarnason, 23.8.2010 kl. 15:19

3 identicon

Sagði nú bara svona ... en nei, mér finnst Hólímólí alveg sérlega skemmtilegt og vil helst ekki breyta því. Neyðist kannski til þess ef þeir loka á mig enn á ný. Annars líður nú að því að heimasíða Grefilsins opni og þá verð ég mun meira þar ... og jú, alveg Guðslifandi feginn að vera á eigin vegum og ekki undir hrammi ritskoðunar.

Hólímólí 23.8.2010 kl. 16:47

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gaman að sjá að Hólímólí-E verður guðslifandi e-ð.

Sigurður Hreiðar, 23.8.2010 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband