975 - Hinn skrifandi maður (veit ekki hvernig það er á latínu)

Það hentar mér ágætlega að blogga. Þegar blogg-greinar mínar eru farnar út í eterinn missi ég áhugann á þeim. Ef ég væri að skrifa eitthvað annað og varanlegra mundi ég aldrei geta hætt að snyrta og snurfusa. 

Reyni samt alltaf að vanda blogg-greinar mínar dálítið og lesa þær yfir. Sama verður ekki sagt um kommentin. Þau eru nær alltaf samin á svipstundu og send upp eins og skot. Vísurnr tekur þó oft nokkra stund að semja.

Sumir vanda sig ekki nærri nógu mikið við bloggskrifin og láta allskyns hroða frá sér fara þó þeir hafi frá nógu að segja. Aðrir hafa bara alls ekkert að segja en skrifa þó. Reyni að falla í hvorugan flokkinn.

Margir hafa horn í síðu bloggsins yfirleitt og þeir sem blogguðu áður en Moggabloggið kom til sögunnar reyna oft að telja sjálfum sér og öðrum trú um að það hafi spillt blogginu.

Jú, það eru langtum fleiri sem blogga núorðið og líka margir sem fésbóka sig sem mest þeir mega. Auglýsingakeimurinn af Facebook fælir mig frá henni. Þeir eru samt margir sem þar eru skráðir án þess að taka teljandi þátt í því húllumhæi sem þar ríður húsum.

Best er auðvitað að skrifa ekki neitt. Lesa bara og láta samskiptin í kjötheimum nægja. Netið býður uppá alveg nýja tegund af samskiptum ef menn kæra sig um.

Ég hef oft velt fyrir mér að gerast persónulegri í mínum bloggskrifum. Skrifa meira um það sem fyrir mig kemur daglega og fílósófera svolítið um það. Ég er óvanur því og ef ég færi úti það þyrfti ég að taka tillit til svo margra. Eins og nú er þarf ég lítið tillit að taka til annarra. Það mundi eflaust breytast ef ég yrði persónulegri. Sjáum til og svo er aldrei að vita nema ég skrái mig einn daginn á bókar-fésið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er rétt hjá þér Sæmundur,við erum svo fámenn,að jaðrar við tillitstöku í hverju bloggi. En pólitíkin er býsna hörð núna,verður eiginlega að vera það. Ég las eitt sinn blogg hjá þér,fjallaði um  dráp á dýrum,þar sá ég og fann hve,þeir sem e.t.v. eru kallaðir naglar eru góðar sálir,mér er þetta svo minnisstætt,ég á við einn sem þurft hefur að yfirgefa bloggið,veit ekki hversvegna. Hann ber nú ekki virðingu fyrir mönnum frekar en honum listir,en finnur til með dýrum.

Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2010 kl. 01:13

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gætir sagt: "Scribo, ergo sum" sem myndi þýða : "ég skrifa, þessvegna er ég"

Ég hafði einu sinni endalausan áhuga á latínu. Lærði hana í Menntaskólanum á Ísafirði hjá rektorsfrúnni Bryndísi Schram. Sérstaklega lagði ég mig eftir að læra frasa eins og: cogito ergo sum, in vino varitas og gutta cavat lapidem...

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.3.2010 kl. 01:52

3 identicon

Homo scribens

Hans Haraldsson 30.3.2010 kl. 03:13

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, Helga, stjórnmálin eru þannig núna að erfitt er að taka ekki þátt í umræðum um þau. Man líka vel eftir umræðunni um dýradrápin. Af einhverjum ástæðum er þetta mér hjartans mál. Dýrin eru nefnilega svo algerlega uppá okkur mennina komin að í umgengni okkar við þau opinberast margt sem ekki liggur í augum uppi.

Jóhannes, latínan er skemmtileg. Ég hugsa, því lifi ég. Öl er innri maður. Skil ekki gutta cavat lapidem, því miður. Gaman oft að sjá í enskunni hve hún er veik fyrir frönskum glósum.

Takk, Hans. Þekki homo allan fjárann og líka Ecce Homo en geta illa sett saman texta á latínu.

Sæmundur Bjarnason, 30.3.2010 kl. 08:17

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 30.3.2010 kl. 12:20

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Homo scribens, nema að maður sé einn af þessum 5%, þá er maður homo scribo og jafnvel scribator ef maður er af fínum ættum! Homo descriptus ef maður er að blogga.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.3.2010 kl. 12:52

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Flott mynd, Steini. Sá samt hvergi Jóhönnu.

Sæmundur Bjarnason, 30.3.2010 kl. 12:53

8 identicon

Sæll Sæmi.

 

Þú segir m.a
Það hentar mér  ... Reyni samt alltaf ...Sumir vanda sig …Margir hafa horn … Jú, það eru langtum fleiri sem … Best er auðvitað að skrifa ekki neitt. …
Fá orð segja mikið. Þú ert alltaf góður.

 

Sumir eru líka hræddir við að blogga. Einni frú man ég eftir sem bloggaði mikið hér áður fyrr og það henti stundum  Bakkus væri með henni í för um helgar. En það er löngu liðin tíð.

Mér datt þetta í hug vegna þess að einhver sagðist hafa byrjað að blogga til að hætta að drekka eða kannski var það öfugt.

Þegar ég var að BBSast forðum, með Delfi, samhliða þér þá eignaðist ég 500 MB harðan disk sem þótti meiriháttar þá. Hef stundum hugsað til þeirra tíma.

Eignaðist ekki sonur þinn risastórann disk úr gamalli IBM sem verið var að farga?

Kannski byrja ég einn góðan veðurdag ef ég hætti

 

að vera latur.
Kveðja,

Guðmundur Bjarnason 30.3.2010 kl. 13:03

9 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Á breyskleikann alls ekki blindir
það ber vott um siðferðisbrest,
að afsaka alls konar syndir
með "errare humanum est"

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.3.2010 kl. 13:04

10 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jóhannes, já það er mannlegt að skjátlast. Get ekkert ort núna. Kemur kannski bráðum.

Guðmundur, man vel eftir BBS-unum. (grein um þau í Rafritinu - snerpa.is/net) Man ekki hvað diskurinn sem Benni á úr System tölvunni er stór - en ca 70 kg að þyngd minnir mig hann sé. Wang-töllvurnar sem voru fyrst á Stöð 2 voru með 10 Mb diskum - gríðarleg stærð.

Sæmundur Bjarnason, 30.3.2010 kl. 13:26

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hættur er Ómar á hækjum,
í hraunsins baðar sig lækjum,
en túristar koma á tækjum,
á tólunum Johnsen við sækjum.

Þorsteinn Briem, 30.3.2010 kl. 14:08

12 identicon

Á ennþá diskinn minnir að hann hafi verið 15MB var ca 50 kg þegar mótorinn var á honum tók hann af og henti ætli hann sé ekki ca 25 kg núna. Semsagt 1.6 kg MB :)

Linkur á myndir af samskonar disk.

http://web.archive.org/web/20021116001903/http://web.screenart.es/tomeu/mcomputers-S34.php3

Benedikt Sæmundsson 30.3.2010 kl. 14:21

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Getur maður ekki líka verið hómó skrípó?

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.3.2010 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband