917 - Blaðamannafundur

Ég hef svosem fátt að segja. Mundi sjálfur fara á þennan blaðamannafund ef ég ætti eitthvert erindi. Kem líklega til með að horfa á hann í sjónvarpinu. 

Auðvitað getur forsetinn sagt annaðhvort já eða nei. Svo getur hann líka frestað málinu enn frekar eða komið með nýtt útspil. Það væri það óvæntasta.

Eins og ég hef áður útskýrt á mínu bloggi álít ég að forsetinn horfi fyrst og fremst á þetta mál frá sjónarhorni stjórnskipunar og möguleg eða líkleg áhrif ákvörðunarinnar á hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú ert greinilega farinn að draga dám af forsetanum Sæmundur.  Þú veist að þjóðin býður í ofvæni eftir pistli frá þér á miðnætti hvers dags og nú hefurðu látið hana engjast í óvíssu í 3 klukkutíma

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.1.2010 kl. 13:12

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ha ha. Eins og Snorri Sturluson sagði þá er oflof háð. Ef þjóðin er bara tvö til þrjú hundruð manns (skv. teljara Davíðs) þá er þetta kannski rétt.

Sæmundur Bjarnason, 5.1.2010 kl. 15:40

3 Smámynd: Kama Sutra

Kama Sutra, 5.1.2010 kl. 18:46

4 identicon

Hvar er línan fyrir daginn?

Ólafur Sveinsson 6.1.2010 kl. 12:50

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ha? Línan fyrir daginn. Skil þig ekki alveg. Nenni ekki að skrifa á hverjum degi. Nú þarf ég að hvíla mig

Ítarlega. 

Sæmundur Bjarnason, 7.1.2010 kl. 21:12

6 identicon

Þú ættir að láta okkur vita, hve langt fríið verður, svona hér um  bil?
Ég nýt þess að heyra kurrið í þér!

Ólafur Sveinsson 8.1.2010 kl. 21:46

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Veit ekki hvenær ég byrja aftur. Er ekkert hættur. Bara að hvíla mig. Athuga kannski með að blogga fljótlega. Það er ekki erfitt. Ég er búinn að venja mig á að fimbulfamba eitthvað.

Sæmundur Bjarnason, 9.1.2010 kl. 15:07

8 Smámynd: Kama Sutra

Mér finnst nú ósköp þægilegt að vera bara með letiblogg, þar sem ekkert er verið að þrýsta á mann að skrifa eitthvað þegar maður nennir því ekki.

Kama Sutra, 9.1.2010 kl. 22:21

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Er farin að sakna pistlanna þinna, en taktu þér góða hvíld. Það er okkur öllum hollt.

Hlakka til að fá þig aftur úr hvíldinni... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.1.2010 kl. 01:08

10 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Það er gott að hvíla sig á fimbulfambinu. Vona að það fari vel um þig þar sem þú ert núna og þú verðir heppinn með veður -- og hlýju.

Sigurður Hreiðar, 12.1.2010 kl. 11:45

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk öll.

Kannski blogga ég bráðum. Það er ekkert erfitt þaðan sem ég er. En núna er ég í fríi frá öllu saman, bloggi, fréttum frá Íslandi o.s.frv. Læt mér bara líða vel.

Sæmundur Bjarnason, 12.1.2010 kl. 16:51

12 Smámynd: Hrannar Baldursson

Láttu þér líða vel í fríinu. Var einmitt farinn að sakna þinna reglulegu skrifa. Ég ætti sjálfsagt að taka þig til fyrirmyndar og taka mér sjálfur bloggfrí, og reyna að kúpla mig út úr þessu pólitíska þrasi sem umræðan virðist sífellt lenda í, sama hvað maður reynir að benda á mikilvægi þess að fólk einfaldlega hlusti hvert á annað.

Hilsen frá Norge!

Hrannar Baldursson, 13.1.2010 kl. 09:59

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Láttu þér líða vel Sæmundur minn og svo er að safna kröftum fyrir átökin framundan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2010 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband