2608 - Hvaða þjóðir eru í kjarnorkuklúbbnum?

Þegar síðari heimsstyrjöldinni lauk voru Bandaríkjamenn þeir einu sem höfðu yfir kjarnorkuvopnum að ráða. Rússar eða nánar tiltekið Sovétmenn komu sér samt upp slíkum vopnum fljótlega og við tók svokallað „ógnarjafnvægi“. Hvorugt heimsveldið vildi styggja hitt svo mikið að það færi að beita kjarorkuvopnum. Menn hræddust kjarnorkuvopnin mjög í kalda stríðinu svokallaða.

En svo hrundu Sovétríkin innanfrá og eftir það hafa Bandaríkjamenn litið á sig sem nokkurs konar alheimslögreglu. Donald Trump, þó siðblindur sé, er e.t.v. treystandi til þess að beita ekki vopnum af þessu tagi, en í framtíðinni er næstum áreiðanlegt að kjarorkuógnin mun mæta mannkyninu.

Auðvitað hefði eftirlit með smíði kjarnorkuvopna orðið einfaldara ef Sameinuðu Þjóðirnar hefðu haft slíkt eftirlit með höndum. Skipan öryggisráðsins hefur því miður tryggt að svo er ekki.  

Nú til dags held ég að 8 þjóðir séu í kjarnorkuklúbbnum: Bandaríkjamenn, Rússar, Bretar, Frakkar, Ísraelar, Indverjar, Pakistanir og Kínverjar. Held endilega að Þjóðverjar og Japanir kæri sig ekki hót um slík vopn. Ekki er ég þó viss um þetta því yfirleitt er lítið talað um þessi mál opinberlega.

Samfara aukinni almennri þekkingu og fjölgun mannkyns er næstum áreiðanlegt að í framtíðinni mun þessum ríkjum fjölga. Satt að segja held ég að Úkraínumenn og Hvítrússar kunni nú þegar að ráða yfir kjarnorkuvopnum vegna fyrrverandi stöðu sinnar innan Sovétríkjanna og efalaust er það rétt sem sagt er að Íran og Norður-Kórea vilji fyrir hvern mun komast yfir vopn af þessu tagi. Séu þau fáanleg á svörtum markaði er ég næsta viss um að Saudi Arabía mundi líka vilja kaupa.

Ef litið er hlutlaust á málið er ekki hægt að komast hjá því að álíta að úr því engin alheimsstjórn af nokkru tagi er til hljóti öll ríki að eiga jafnan rétt á því að verja sig fyrir árás og þá t.d. með kjarnorkuvopnum. Að vísu er stundum talað um alþjóðasamfélag, en ég veit ekki til þess að til sé óumdeilanleg skilgreining á því hvernig það er myndað. Ef allar þjóðir sameinast gegn einni á þessu sviði er samt vart hægt að afneita því.

Eftir að Bandaríkjamenn undir forystu Obama sömdu við Írani má segja að helsta ógnin af þessu tagi stafi frá Norður-Kóreu. Ekki yrði ég hissa þó Bandaríkin réðust á það land. Áður yrði þeir þó að tryggja að Kínverjar og Rússar færu ekki að skipta sér af málum þarna. Hvort KIM JONG UN mundi þá beita margumtöluðum vopnum er engin leið að segja.

IMG 1628Einhver mynd.


Bloggfærslur 22. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband