2560 - BB

Meðan við íslendingar erum uppteknir af ríkisstjórnarmyndun, eru heimsmáin að taka á sig nýja mynd. Donald Trump er að taka við forsetaembættinu í Bandaríkjunum og Norður-Kórea gerir sínar fyrstu ICBM-tilraunir. ICBM eru enldflaugar sem skjóta má heimsálfa á milli.

Ekki er líklegt að Norður-Kórea geti gert annað en bitið risann í tána, ef svo má segja. Munurinn á hernaðarmætti er gífurlegur. Kannski væri þetta bit í tána samt nægilegt til að koma einhverju af stað. Kannski gæti risinn í Kína rumskað. Satt að segja held ég að forysta Bandaríkjanna meðal vestrænna ríkja gæti verið í hættu ef slíkt gerist. Trump er vel trúandi til að fara fremur ógætilega í utanríkismálum. Samvinna Rússlands og USA gæti sem best komið af stað nýju kaldastríði þar sem óvinurinn væri Kína.

Mér finnst Bjarni Benediksson og hirð hans stefna að því að hér verði allt eða sem flest eins og í Bandaríkjunum. Engum blandast hugur um að Bjarni er sterki maðurinn í fráfarandi ríkisstjón og hann vill helst vera það líka í næstu. Honum finnst að Sjálfstæðisflokkurinn (aka hann sjálfur) eigi að ráða sem mestu í þjóðlífinu. Mér er alveg sama þó hann og hans líkar hafi það gott. Yfirstéttin á ekki að ráða öllu. Það hefur fésbókin og tölvubyltingin í heild sinni kennt okkur. Gallinn við það skipulag sem hér ræður ríkjun (fyrir nú utan alla geðveikina – a la BB) er að alltof margir telja sig með röngu tilheyra yfirstéttinni. Þannig er það bara allsekki. Meðvirknisþrælarnir eru miklu fleiri. Þeir sem vilja breytingar eru úthrópaðir af þeim sem finnst að allt eigi að vera óbreytt áfram og Ísland sé langbesta og mikilvægasta land í heiminum. Niðurrifsfólk heldur þó öðru fram segja þeir sem engu vilja breyta. Þó gagnrýnt sé er ekki þarmeð afneitað öllu jákvæðu.

Eiginlega finnst mér ekki taka því að blogga. Samt eru alltaf einhverjir sem lesa þetta. Veðrið er kannski það eina sem breytist. Flest annað er bara endurtekning. Að minnsta kosti finnst manni það þegar aldurinn færist yfir. Auðvitað væri hægt að fjölyrða endalaust um tilraunirnar til að mynda ríkisstjórn í þessu landi og stjórnmálin yfirleitt, en ég nenni því ekki. Svo er sennilega orðið talsvert langt síðan ég bloggaði síðast og kannski kominn tími til að setja þetta upp á Moggabloggið. Auðvitað er þetta blogg með styttra móti en við því er ekkert að gera.

Líklega eru einhverjir dagar síðan ég ætlaði að setja þetta upp á Moggabloggið en það hefur farist fyrir. En betra er seint en aldrei.

IMG 2425Einhver mynd.


Bloggfærslur 8. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband