2568 - Trumpfjandinn

Það dugir ekki að skrifa nafnið sitt á blað með tilþrifum og með fjölda fólks standandi í kringum sig og segja: „Sjáið hvernig ég breyti heiminum“. Tromparinn á eftir að komast að því að forseti Bandaríkjanna getur ekki bara gefið ordrur í allar áttir eins og Bör Börsson, því völd hans eru talsvert takmörkuð. T.d. þarf hann samþykki bandaríkjaþings til að reisa múrinn sinn, því hann kostar peninga og þingið heldur fast um pyngjuna. Hann getur að vísu gert ógilda ýmsa milliríkjasamninga, en hann getur ekki ákveðið uppá sitt eindæmi að setja tolla uppá 20 % eða meira á hinar og þessar vörur frá hinum og þessum stöðum.

Kannski getur hann samt bannað fólki að koma til Bandaríkjanna. Helsta vörn Trumps virðist mér vera að hann þykist „ekkert mikið verri en Obama“. Svolítið sannleikskorn er í því. Það eru furðu margir Bandaríkjamenn sem hugsa líkt og Trump. Þ.e.a.s. ef þeir hugsa um stjórnmál yfirleitt. Obama var enginn engill. Mér virðist að margir gleymi því. Í það heila tekið virðist margt vera líkt og á fyrirstríðsárunum. Líklega er millistríðsárunum og hinum glöðu og skemmtilegu „twenties“ lokið. Sú kynslóð sem nú ræður öllu man ekki persónulega eftir hörmungum stríðsáranna. Stríð þau sem nú er verið að undirbúa verða verulega frábrugðin fyrri stríðum.

Margt er mannanna bölið og misjafnt drukkið ölið var einu sinni sagt. Heimsósómaljóð eru ekki lengur gerð þó ósóminn sé mikill. Margir bandaríkjamenn áttu á sínum tíma erfitt með að greina á milli Osama og Obama. Störf þeirra voru samt ekki mjög lík.

Er ekki alveg viss um að þetta hafi nokkurntíma komist að á blogginu mínu. Þó kann það að vera. Aldrei hef ég safnað saman vísum eftir mig. Hefði þó kannski átt að gera það. Einstöku sinnum tekst mér að gera sæmilegar vísur.

Á sunnudagsmorguninn einmitt um það leyti sem öskufallið var að stríða mönnum sem mest í nágrenni Vatnajökuls fór ég í gönguferð útá Kársnes. Þar var veðrið sérlega gott. Um það orti ég tvær vísur:

Í vaxandi mæli ef veðrið er gott
þá vel ég að sitja á bekkjum.
Gráðið á voginum Fossvogs er flott
og fegurðin losnar úr hlekkjum.

Blærinn er svalur og birtan er góð,
brunandi hjólin þau syngja.
Veturinn farinn og vorið í móð,
en veraldaráhyggjur þyngja.

IMG 0976   CopyEinhver mynd.


Bloggfærslur 31. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband