2478 - Skítandi túrhestar

Auðvitað þurfa túristar að skíta eins og annað fólk. Að menn (og þar á meðal ráðherrar) skuli ekki hafa fattað þetta er dálítið skrítið. Ef ekki er um klósett eða kamra að ræða er engin furða þó ferðamenn skíti hvar sem er. Reyndar er þetta svolítið ógeðfellt umræðuefni, en umbætur í þessu efni virðast ekki gerast af sjálfu sér. Mannaskítur er á góðri leið með að verða aðaltáknmynd ferðamennsku á Íslandi. Vissulega varð Þórbergi eitt sitt brátt í brók eins og sagt er frá í „bréfi til Láru“ en samt er engin ástæða til að stinga höfðinu í sandinn (eða skítinn) þegar kemur til umræðu um svona mál. Auðvelt er að laga þetta. En það kostar peninga eins og allt annað.

Heimilislausir í borginni Los Angeles í Kaliforníuríki í bandaríkjunum er sagðir um 47 þúsund talsins. Nú hafa yfirvöld í þeim hreppi fengið þá snjöllu hugmynd að skattleggja þá sem hafa yfir milljón bandríkjadollara í árstekjur um heilt prósent af launum sínum til að ráða bót á þessu ástandi sem mörgum þar um slóðir finnst til mikilla vandræða. Þessi skattur er talinn muni skila um 243 milljónum bandaríkjadollara á ári. Vissulega eru ekki eins margir heimilislausir í Reykjavík og í Los Angeles, en ef svo væri þá ímynda ég mér að einhver væri búinn að fá þessa hugmynd þar. Það er semsagt ekki bara hér á Íslandi sem fólki finnst eðlilegt að þeir ríku borgi fyrir þá sem minna mega sín. Gallinn við þessa hugmynd er sá að til stendur að setja hana í almenna atkvæðagreiðslu og þar mun hún þurfa samþykki tvegga þriðju hluta atkvæða sem hugsanlega telja mun fleiri en 47 þúsund. Og svo er ekki öruggt að skattur þessi mundi nægja til að byggja hús fyrir allan þennan fjölda heimilislausra.

Ekki hafði ég í hyggju að skrifa mikið meira um forsetakosningarnar sem fram fara hér á Íslandi síðar í þessum mánuði. Get þó ekki orða bundist yfir svívirðingum þeim sem notaðar eru á fésbók og víða annars staðar. Heldur fólk virkilega að ef svívirðingarnar eru nógu viðbjóðslegar og rætnar að þá séu þær líklegri til að hafa áhrif? Get eiginlega ekki annað en tekið undir orð Guðna um sómatilfinninguna. Jón Baldvin Hannibalsson segir í grein í Kvennablaðinu að líklega verði þau orð Guðna minnisstæðust úr þessari kosningabaráttu þegar frá líður og ég er honum sammála um það.

IMG 1285Einhver mynd.


Bloggfærslur 5. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband