2356 - Um pútínska keisaradæmið o.fl.

Ríkisstjórnin íslenska er í ítarlegu sumarfríi. A.m.k. hef ég sannfrétt að ríkisstjórnarfundir hafi fáir verið haldnir að undanförnu. Það er líka óþarfi hinn mesti því rífandi uppgangur er um allt samfélagið, braskarar vaða uppi og verða áreiðanlega ekki lengi að setja allt á hausinn aftur með hjálp bankanna, sem láta eins og þeir hafi aldrei séð peninga áður. Mestmegnis eru þeir náttúrulega bara tölur á blaði en ef þú ert nógu ófyrirleitinn dugar það alveg.

Eiginlega var ég í talsvert ítarlegu sumarfríi einnig. Vikudvöl í sumarhúsi í Ölfusborgum, jafnvel þó rigni flesta dagana, er alveg á við miðlungsutanlandsferð.

Seðlabankinn er máttlaust apparat og gerir bara það sem honum er sagt. Mest er deilt um vændi og ríkisstjórnin reynir að styðja þjóðrembu alla en situr sem fastast á kassanum að öðru leyti. Svik og prettir af öllu tagi þykja sjálfsagðir. Verkamenn þora ekki í verkfall vegna hótana. Skólarnir hefjast.

Og svo er Palli kominn í ruglið, segir Jónas. Það vill svo til að ég þekki bæði Pál Magnússon og Jónas Kristjánsson persónulega og minn Palladómur (rödduð eða órödduð ell, eftir atvikum) er sá að báðir hafi nokkuð til síns máls. Báðir eru þeir fyrrverandi fjölmiðlamenn og teknir að gamlast nokkuð. Auðvitað eru þeir að rífast um hana Páleyju í Eyjum (pun intended) Mér finnst Jónas vera of mikill orðhákur og Palli fullgætinn og hallur undir yfirvaldið. Pólitískt séð eru þeir báðir þó hægrikratar að ég held. Mér ætti að líða bara nokkuð vel mitt á milli þeirra. Næst fara þeir sennilega að rífast um Amnesti International og vændi í stað nauðgana. Það er þó allavega tilbreyting og auk þess hæstmóðins þessa dagana.

Þegar alþingi kemur saman í haust verður haldið áfram þar sem frá var horfið við að koma öldruðum og öryrkjum fyrir kattarnef.

Svo er það þetta með Rússana. Málið allt saman gæti orðið ríkisstjórninni skeinuhætt. Hver veit nema þarna sé komið málið sem framsóknarmenn allra flokka geta sameinast um. Þjóðrembingslega séð er þetta alveg upplagt til að græða atkvæði á. Jafnvel eru líkur á að gamla skiptingin í hægri og vinstri, frá kaldastrísðárunum dugi ekki alveg. Ef Rússar hafa einhverntíma komist uppá að kaupa af okkur Íslendingum ónýtt drasl þá skulu þeir veskú halda því áfram. Annars er sjálfum Sigmundi að mæta. 

WP 20150725 07 59 15 ProHöfði.


Bloggfærslur 22. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband