2189 - Himstrakeppnin

Núorðið á tímum farsímanna með innbyggðar myndavélar taka fæstir myndir nema fyrir sjálfa sig og í mesta lagi fésbókina. Ég er í þeirri öfundsverðu aðstöðu að geta sett skástu myndirnar sem ég tek á bloggið mitt. Kannski er það samt ekkert betra en að fésbókast með þær, eða flickrast.

Hvernig stendur á því að sumum finnst veðurfar vera hið eðlasta umræðuefni. Ég veit það ekki, en ein skýringin gæti verið sú að það snertir alla með svipuðum hætti. Eða gerir það það ekki? Finnst sumum kannski gott veður vont og öfugt? Samt er hægt að lýsa því á sæmilega skiljanlegan hátt. Allir virðast hafa samþykkt að veðurfarsleg orð þýði ávallt það sama. Því er ekki að heilsa með nærri allt. Sum orð er næstum alltaf misskilin.

Í upphafi var orðið. Og orðið var hjá Guði. Hvurslags píp er þetta? Eru orð merkilegri en hlutir? Að sumu leyti, já. Meðal annars vegna þess að þau geta táknað margt annað en hluti. Er það að vera orðlaus þá það sama og að vera blankur? Já, ætli það ekki.   

„The tricle down effect“, er eitthver misskildasti og mest notaði frasinn hjá markaðssinnum. Samt er ekkert að marka hann. Staðreyndin er sú að það er andskotann ekkert sem triklar niður samanborið við það, sem til yfirborðsins (ríka fólksins) leitar. Ástandið versnar sífellt að þessu leyti og jafnan er fundin upp ný lýgi til að útskýra hlutina. Ómótmælanlegt er að markaðssinnar (kapítalistar) hafa blekkt marga kjósendur til fylgis við sig. Þess vegna hafa völd þeirra víða orðið meiri en efni standa til. Bestur árangur hefur náðst þar sem kapítalisma og sósíalisma er blandað hæfilega saman. En hvað er hæfilegt? Um það má rífast endalaust og stjórnmál heimsins snúast mikið um það. Vald peninganna og frelsi þeirra er alltof mikið. Kreppur þær sem skekið hafa heiminn á undanförnum árum eru til marks um það.

Var að enda við að horfa á niðurlægingu Brasilíumanna gegn Þjóðverjum í fótboltanum. Leikurinn endaði 7:1 eins og flestir hljóta að vita. Andlega hliðin var alveg ómöguleg hjá Brössunum og á margan hátt vannst leikurinn þess vegna. Fyrirsögn í einhverju brasilísku blaði held ég að verði á þá leið að brasilíska liðið hafi með þessum ósigri orðið knattspyrnunni til minnkunnar. Sóknin hjá þeim fyrstu mínúturnar var samt ekkert vonlaus en þegar mörkin fóru að koma hljóp allt í baklás. Fyrsta markið kom vegna hræðilegra varnarmistaka, en mögulegt átti að vera að hrista það af sér. Þjóðverjar léku samt vel, það verður ekki af þeim skafið. Hræddur er ég þó um að Argentínumenn vinni mótið.

IMG 0684Grjót.

IMG 0685Grafa og slanga.


Bloggfærslur 9. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband