2230 - USA

Mér finnst óţarfi ađ andskotast í blogginu međ allskyns flokkspólitískar yfirlýsingar. Ţađ gera samt margir. Lesa jafnvel ekki nokkurn skapađan hlut nema međ flokksgleraugun á nefinu. Ţađ finnst mér óţarfi.

Var ađ enda viđ ađ lesa bók sem ég fékk ókeypis á Kyndlinum frá Amazon. Man ekki nákvćmlega hvađ hún heitir, en nafniđ snerist eitthvađ um 32.

Í ţessari bók er sagt frá sögulegri reiđhjólaferđ áriđ 1972. Ţađ voru 32 skátadrengir sem fóru ţessa ferđ frá Illinois til Miami. Leiđin var alls meira en 1200 mílur og tók uppundir mánuđ. Stjórnandinn var rúmlega ţrítugur en ţátttakendurnir sumir allt niđur í 11 ára eđa svo, en flestir svona 15 til 17 ára.

Viđhorf höfundarins (sem tók ţátt í ferđalaginu) eru mjög hćgrisinnuđ a.m.k. miđađ viđ daginn í dag, en ţetta er samt á margan hátt fjörlega skrifuđ bók, og sýnir svo ekki verđur um villst ađ bandarískum almenningi er ekki alls varnađ og náttúruverndarsjónarmiđ eiga sér ţar öruggt skjól.

Í kvöld (föstudag) og um ţessa helgi, er fyrri hluti deildakeppninnar í skák haldinn í Rimaskóla. Til stóđ ađ ég tefldi ţar (fyrir UMSB ađ sjálfsögđu) en ekki varđ úr ţví sem betur fer. Kem samt hugsanlega til međ ađ taka ţátt á morgun (laugardag) og jafnvel á sunnudaginn.

Nú á ađ selja eignir til ađ hćgt verđi ađ byggja Landspítala, sem mönnum kemur ţó alls ekki saman um hvar eigi ađ vera. Einu sinni var nú Landssíminn seldur til ađ byggja Landsspítala, en svo kom hrun og sú fyrirćtlum varđ ađ engu. Nú er veriđ ađ efna í nćsta hrun og ţetta er bara ein birtingarmyndin.

Nú koma menn hver um annan ţveran og segjast hafa kosiđ Framsókn bara vegna fávitaháttar. Í nćstu kosningum mun ţetta sama fólk kjósa Framsókn og gleyma fávitahćttinum enda verđur ţá búiđ ađ finna upp einhverja nýja lygi. Ţví miđur eru vinstri flokkarnir ekki hótinu betri. Ţó Jóhanna hafi skilađ lyklunum og kjör fólks batni eilítiđ frá ţví sem verst var, batnar hagur hinna ríkustu mest, enda er refirnir til ţess skornir. Sjálfstćđismönnum er ţó sumum vorkunn ţví frjálshyggja sú sem ţeir bođa hefur á margan hátt tekist vel í Bandaríkjunum. Hvort sú stefna hentar örsamfélagi eins og okkar, er allt annađ mál. Nei, flokkapólitík er mannskemmandi.

IMG 1706Ţar sem stígurinn endar.

IMG 1714Illa farin gangstétt.


Bloggfćrslur 4. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband